Tvö fótboltalið á leið í sóttkví vegna smits

Fylkismenn fagna marki í leiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn.
Fylkismenn fagna marki í leiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. Ljósmynd/Árni Torfason

Kórónuveirusmit er komið upp í leikmannahópi karlaliðs Fylkis í knattspyrnu með þeim afleiðingum að bæði lið Fylkis og Stjörnunnar eru á leið í sóttkví, samkvæmt heimildum mbl.is.

Um er að ræða einn leikmann í liði Fylkis og hann lék með liðinu á laugardaginn þegar það mætti Stjörnunni í átta liða úrslitum Lengjubikarsins. Fyrir vikið þurfa Stjörnumenn líka að fara í sóttkví og leikmenn beggja liða í skimun.

Stjarnan vann leikinn 4:2 og á að mæta Val í undanúrslitum keppninnar en sá leikur á ekki að fara fram fyrr en annan fimmtudag, 1. apríl, þar sem hlé er gert á keppninni vegna landsleikjatarnarinnar framundan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert