Leiðir skilja í Grindavík

Guðmundur Magnússon í leik með Grindvíkingum síðasta sumar.
Guðmundur Magnússon í leik með Grindvíkingum síðasta sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Magnússon og Grindavík hafa ákveðið að slíta samstarfi sínu.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en framherjinn, sem er 29 ára gamall, lék fimmtán leiki í deild og bikar síðasta sumar.

Guðmundur á að baki 71 leik í efstu deild þar sem hann hefur skorað átta mörk með ÍBV, Fram og Víkingi frá Ólafsvík.

Þá hefur hann einnig leikið með Keflavík, HK og og nú síðast Grindavík á ferlinum en framherjinn er uppalinn hjá Fram.

Samkomulagið er gert í góðri sátt á milli aðila og átti Guðmundur frumkvæðið að því að ljúka samstarfinu af persónulegum ástæðum,“ segir í tilkynningu Grindavíkur.

„Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri þökkum til Guðmundar fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert