Rakel ófrísk og spilar ekki í sumar

Rakel Hönnudóttir verður ekki með Breiðablik í sumar.
Rakel Hönnudóttir verður ekki með Breiðablik í sumar. Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir, leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, mun ekki leika með liðinu á komandi tímabili þar sem hún ber barn undir belti.

Hún greinir frá tíðindunum á instagramaðgangi sínum, þar sem hún skrifar:
„Þrátt fyrir að árið byrji með áframhaldandi Covid, jarðskjálftum og nú eldgosi erum við virkilega spennt fyrir komandi mánuðum.“

Rakel á að baki 215 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 125 mörk. Þá á hún að baki 103 A-landsleiki, þar sem hún skoraði níu mörk.

Hér á landi hefur hún spilað með Þór/KA/KS og síðar Þór/KA ásamt Breiðabliki. Þá hefur hún leikið með Bröndby, Limhamn Bunkeflo og Reading í atvinnumennsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert