Acoff kominn til Grindvíkinga

Dion Acoff á fullri ferð í leik með Val gegn …
Dion Acoff á fullri ferð í leik með Val gegn FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bandaríski knattspyrnumaðurinn Dion Acoff er kominn til liðs við Grindvíkinga og hefur samið við þá til loka keppnistímabilsins.

Acoff, sem er 29 ára gamall kantmaður, lék með Þrótti árin 2015 og 2016, í 1. deild og úrvalsdeild, og varð síðan Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018. Hann lék með SJK í finnsku úrvalsdeildinni 2019 en með Þrótti á ný í 1. deildinni 2020. Acoff hefur leikið 81 deildaleik hér á landi, 52 þeirra í úrvalsdeildinni, og hefur skorað sextán mörk, átta í hvorri deild.

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, var aðstoðarþjálfari Vals þegar Acoff lék með Hlíðarendaliðinu. „Ég er afar glaður með að endurnýja kynni mín af Dion Acoff sem ég vann með í Val. Dion færir okkar liði gríðarlegan hraða sem mun hjálpa okkur í sumar. Hann er vinnusamur og ekki síst frábær atvinnumaður. Hann er mikill sigurvegari sem er mikilvægur eiginleiki og á eftir að passa vel inn í verkefnið hérna í Grindavík í sumar," segir Sigurbjörn í tilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert