Knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson tekur út leikbann þegar íslenska landsliðið mætir Þýskalandi í Duisburg í undankeppni EM í kvöld. Þrátt fyrir það hafa Birkir og þjálfarateymið undirbúið sig eins og hann væri að fara að spila.
Samkvæmt heimildum 433.is áttuðu forráðamenn KSÍ sig fyrst á því í gærkvöldi að Birkir væri í leikbanni og gæti því ekki spilað. Birkir var rekinn af velli í síðasta landsleik Íslands undir stjórn Erik Hamréns er liðið tapaði gegn Englandi á Wembley í nóvember. Hann tekur því leikbannið út í kvöld en enginn virðist hafa áttað sig á því.