Fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta hefur verið opinberað en Ísland mætir Þýskalandi í Duisburg í undankepppni HM í Katar 2021 í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19:45.
Alfons Sampsted leikur sinn fyrsta keppnisleik með A-landsliðinu, en hann hefur verið fyrirliði U21 árs landsliðsins síðustu ár. Þá fær Sverrir Ingi Ingason tækifæri stað Ragnars Sigurðssonar í miðri vörninni en Ragnar hefur lítið spilað á árinu.
Guðlaugur Victor Pálsson, sem hefur leikið vel sem hægri bakvörður í síðustu landsleikjum, fær tækifæri á miðjunni við hlið Rúnars Más Sigurjónssonar og fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar.
Jón Daði Böðvarsson er einn frammi en hann fær hjálp frá Arnóri Ingva Traustasyni og Birki Bjarnasyni á köntunum.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Varnarmenn: Alfons Sampsted, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Hörður Björgvin Magnússon.
Miðjumenn: Arnór Ingvi Traustason, Guðlaugur Victor Pálsson, Rúnar Már Sigurjónsson Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason
Sóknarmaður: Jón Daði Böðvarsson