Glímir við meiðsli á nára

Mikael Anderson á æfingu íslenska A-landsliðsins í september á síðasta …
Mikael Anderson á æfingu íslenska A-landsliðsins í september á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikael Neville Anderson er á meðal varamanna hjá íslenska U21-árs landsliðinu sem mætir Rússlandi í fyrsta leik sínum í lokakeppni EM 2021 í knattspyrnu í Györ í Ungverjalandi klukkan 17.

Flestir bjuggust við því að Mikael myndi byrja leikinn en fótbolti.net greinir frá því að leikmaður sé að glíma við meiðsli á nára.

Til stóð að hann myndi byrja gegn Rússum en Ísland mætir Danmörku 28. mars og loks Frakklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni 31. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert