Kominn heim til Keflavíkur

Ísak Óli Ólafsson
Ísak Óli Ólafsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knatt­spyrnumaður­inn Ísak Óli Ólafs­son hefur fengið tímabundin félagaskipti til Keflavíkur en hann er samningsbundinn Sönd­erjyskE í dönsku úr­vals­deild­inni.

Ísak er því að ganga til liðs við uppeldisfélagið sitt sem lánsmaður en miðvörðurinn tvítugi gekk til liðs við danska félagið í ágúst 2019. Honum hefur ekki tekist að vinna sér inn fast sæti í liði SönderjyskE og aðeins komið við sögu í tveimur leikjum í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Ísak á að baki 22 leiki í efstu deild hér á landi þar sem hann hef­ur skorað eitt mark en hann er í ís­lenska landsliðshópn­um sem er á leið í loka­keppni EM 2021 í Ung­verjalandi og Slóven­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert