Knattspyrnudeild Vals hefur samið við danska miðjumanninn Christian Køhler um að spila með liðinu í sumar.
Køhler er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið í heimalandinu og í Svíþjóð. Hann kemur til Valsara frá Esbjerg þar sem hann kom við sögu í fjórum leikjum í dönsku B-deildinni í vetur. Þjálfari Esbjerg er Ólafur Helgi Kristjánsson.
Valsarar greina frá félagaskiptunum á samfélagsmiðlum sínum en þetta er annar erlendi leikmaðurinn sem Íslandsmeistararnir fá til liðs við sig fyrir tímabilið. Sænski bakvörðurinn Johannes Vall kom til Hlíðarenda í febrúar.
Christian Køhler gengur til liðs við Val!
Posted by Valur Fótbolti on Thursday, March 25, 2021