Verðum að taka sigur í næstu tveimur

Hörður Björgvin Magnússon sækir að Lukas Klostermann í kvöld.
Hörður Björgvin Magnússon sækir að Lukas Klostermann í kvöld. AFP

„Við vissum að þetta væri erfiðasti leikurinn í riðlinum,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon varnarmaður íslenska landsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi eftir 0:3-tap liðsins gegn Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM 2022 í kvöld. 

„Eitt stig hefði verið sigur fyrir okkur. Okkar haus er núna á næstu tvo leiki. Við verðum að taka sigur í þeim báðum. Ekkert vanmat. Það eru sterk lið þarna að berjast við okkur,“ sagði Hörður en Ísland leikur við Armeníu og Liechtenstein á næstu dögum. 

Hörður er spenntur að vinna með nýju landsliðsteymi, þrátt fyrir erfiða byrjun. 

„Það er gott fyrir Eið og Arnar að hafa Lars á bakvið sig með sína reynslu. Þetta er gott teymi sem við höfum í dag. Lars hefur sitt að segja og hann hikar ekki við að segja hvað þarf að bæta og hvað var gott. Við erum ánægðir með að hann sé kominn aftur heim eins og við segjum, sagði Hörður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert