Knattspyrnudeild FH samdi í dag við Hildi Maríu Jónasdóttur. Hún kemur til FH frá Augnabliki en hún er uppalin hjá Breiðabliki.
Hildur, sem er fædd árið 2002, hefur leikið 56 leiki í deild og bikar með Augnabliki og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún lék 17 leiki í 1. deildinni með Augnabliki á síðasta ári og skoraði eitt mark.
FH leikur í 1. deildinni á næstu leiktíð eftir fall úr efstu deild á þeirri síðustu.