Knattspyrnumaðurinn Alexander Freyr Sindrason er kominn til 1. deildarliðs Fjölnis í láni frá úrvalsdeildarliði HK.
Alexander er 27 ára gamall varnarmaður sem kom til HK frá Haukum á miðju tímabilinu 2019 og hefur spilað tíu úrvalsdeildarleiki með Kópavogsliðinu en ekki náð að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann lék áður með meistaraflokki Hauka í átta ár og var um skeið fyrirliði liðsins.