Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik undir stjórn Þorsteins Halldórssonar hinn 10. apríl næstkomandi á Ítalíu.
Þetta staðfesti Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi í dag.
Ísland mætir Ítalíu hinn 13. apríl á Ítalíu en leikstaður fyrir leikinn hefur ekki verið ákveðinn ennþá.
„Við leikum annan vináttulandsleik 10. apríl en tilkynnt verður um mótherja liðsins eftir helgi,“ sagði Þorsteinn.
„Það var að ósk knattspyrnusambands mótherja okkar sem ákveðið var að bíða með að tilkynna um mótherjana þangað til eftir helgi,“ bætti Þorsteinn við.