Blikarnir Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Telma Ívarsdóttir gætu leikið sinn fyrsta A-landsleik 13. apríl næstkomandi þegar Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir verkefnið núna rétt í þessu á blaðamannafundi en leikstaður fyrir leikinn hefur ekki verið ákveðinn.
Guðrún Arnardóttir, leikmaður Djurgården í Svíþjóð er í hópnum og þá er Berglind Rós Ágústsdóttir sem gekk til liðs við Örebro frá Fylki í vetur einnig í hópnum.
Landsliðshópur Íslands:
Markverðir:
Sandra Sigurðardóttir | Valur | 34 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Örebro | 1 leikur
Telma Ívarsdóttir | Breiðablik
Varnarmenn:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir | Breiðablik
Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir
Anna Björk Kristjánsdóttir | Le Havre | 43 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengård | 89 leikir, 6 mörk
Guðrún Arnardóttir | Djurgården | 8 leikir
Guðný Árnadóttir | Napoli | 8 leikir
Hallbera Guðný Gísladóttir | AIK | 117 leikir, 3 mörk
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik | 2 leikir
Miðjumenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 136 leikir, 22 mörk
Andrea Rán Hauksdóttir | Le Havre | 10 leikir, 2 mörk
Dagný Brynjarsdóttir | West Ham | 90 leikir, 29 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir | Örebro | 1 leikur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Orlando Pride | 76 leikir, 10 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir | Eintracht Frankfurt | 10 leikir, 2 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Bayern München | 4 leikir, 1 mark
Sóknarmenn:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 48 leikir, 6 mörk
Elín Metta Jensen | Valur | 54 leikir, 16 mörk
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 33 leikir, 2 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir | Kristianstad | 5 leikir, 2 mörk
Hlín Eiríksdóttir | Piteå | 18 leikir, 3 mörk