Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, er ekki í leikmannahópi liðsins gegn Danmörku í dag. Hann er lasinn og með hita og ferðaðist því ekki með liðinu í leikinn.
Fótbolti.net greinir frá þessu. Samkvæmt upplýsingum þaðan liggur hann nú á hótelherbergi sínu með hita.
Róbert Orri byrjaði leikinn gegn Rússlandi á fimmtudaginn, sem tapaðist 1:4, í miðverði. Ísak Óli Ólafsson tekur stöðu hans í leiknum gegn Danmörku í dag.