Þrjár breytingar á íslenska liðinu

Mikael Anderson kemur inn í byrjunarliðið.
Mikael Anderson kemur inn í byrjunarliðið. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21-árs landsliðsins í knattspyrnu, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir leik dagsins gegn Danmörku í annarri umferð riðlakeppni Evrópumótsins í Györ í Ungverjalandi.

Tvær breytingar eru gerðar á vörninni. Ísak Óli Ólafsson kemur inn í miðvörðinn fyrir Róbert Orra Þorkelsson og Kolbeinn Birgir Finnsson kemur inn í vinstri bakvörðinn fyrir Kolbein Þórðarson, sem byrjaði í hægri bakverði í síðasta leik. Hörður Ingi Gunnarsson færir sig þá yfir í hægri bakvörðinn.

Þá kemur Mikael Anderson inn á kantinn fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson.

Byrjunarlið Íslands: Mark: Patrik Sigurður Gunnarsson. Vörn: Hörður Ingi Gunnarsson, Ari Leifsson, Ísak Óli Ólafsson, Kolbeinn Finnsson. Miðja: Stefán Teitur Þórðarson, Alex Þór Hauksson, Willum Þór Willumsson. Sókn: Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Mikael Anderson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert