Ísland fékk skell í Armeníu og tapaði 2:0 er liðin mættust í Jerevan í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld.
Eftir 3:0-tap gegn Þýskalandi í fyrstu umferðinni á fimmtudaginn er Ísland á botninu án stiga í J-riðlinum. Jóhann Berg Guðmundsson var skiljanlega svekktur eftir leikinn. „Auðvitað er þetta ekki gott tap, við þykjumst vera lið sem á að vinna Armeníu á útivelli en það gerðist ekki í kvöld,“ sagði Jóhann Berg við RÚV strax eftir leikinn, „Þetta var bara ekki nógu gott,“ bætti hann stuttorður við.
Kári Árnason, sem byrjaði leikinn óvænt eftir að Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun, tók í sama streng. „Þetta var erfitt og við sköpum ekki nógu mikið af dauðafærum, við vorum ekki sjálfir okkur líkir,“ sagði Kári sem einnig var að ræða við RÚV.
„Ég ætla ekki að fara kenna einum eða neinum um þetta, við fáum á okkur mörk sem lið og áfram gakk. Nú þurfum við að skoða þetta og sjá hvað fór úrskeiðis.“