Við áttum ekkert skilið úr þessum leik

Aron Einnar Gunnarsson í leiknum gegn Armeníu í kvöld.
Aron Einnar Gunnarsson í leiknum gegn Armeníu í kvöld. AFP

„Við áttum ekkert skilið úr þessum leik, ef ég á að vera alveg heiðarlegur,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hundfúll eftir 2:0-tap Íslands gegn Armeníu í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld.

Íslenska liðið var langt frá sínu besta í Jerev­an í kvöld og tapaði gegn grimmu liði Armeníu. Aron Einar var skiljanlega hundfúll er hann ræddi við RÚV strax að leik loknum. „Við vissum við hverju átti að búast, Armenar eru lið sem refsar þegar færi gefst og við fengum á okkur tvö léleg mörk, svo einfalt er það.

Það er erfitt að meta þetta svona strax eftir leik, en við vorum ekki að gera þetta sem heild í kvöld. Við getum gert miklu betur og áttum ekkert skilið úr þessum leik.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert