Ein óvæntustu úrslit landsleikjagluggans

Landsliðsfyrirliðin Aron Einar Gunnarsson í baráttunni í Yerevan í gær.
Landsliðsfyrirliðin Aron Einar Gunnarsson í baráttunni í Yerevan í gær. AFP

Tap íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Armeníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í Jerevan í Armeníu í gær eru ein óvæntustu úrslit í þessum landsleikjaglugga.

Tölfræðisíðan Gracenote Live setur tap Íslands í þriðja sætið á lista sínum yfir óvæntustu töpin hingað til en 1:0-sigur Lúxemborg gegn Írlandi í Dublin er í efsta sæti listans.

Þá er 3:0-tap Norðmanna gegn Tyrkjum á Málaga á Spáni í öðru sæti listans. Jafntefli Slóvakíu og Möltu í Bratislava er í fjórða sætinu og 3:0-sigur Svía gegn Kósóvó í Pristina er í fimmta sætinu.

Ísland er með 0 stig eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni en liðið tapaði 3:0 fyrir Þýskalandi í Duisburg á fimmtudaginn áður en liðið tapaði fyrir Armenum á sunnudaginn.

Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz á miðvikudaginn og þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika á því að hafna í öðru sæti riðilsins og komast í umspil um laust sæti á HM 2022 í Katar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert