Tap íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Armeníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í Jerevan í Armeníu í gær eru ein óvæntustu úrslit í þessum landsleikjaglugga.
Tölfræðisíðan Gracenote Live setur tap Íslands í þriðja sætið á lista sínum yfir óvæntustu töpin hingað til en 1:0-sigur Lúxemborg gegn Írlandi í Dublin er í efsta sæti listans.
Þá er 3:0-tap Norðmanna gegn Tyrkjum á Málaga á Spáni í öðru sæti listans. Jafntefli Slóvakíu og Möltu í Bratislava er í fjórða sætinu og 3:0-sigur Svía gegn Kósóvó í Pristina er í fimmta sætinu.
Ísland er með 0 stig eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni en liðið tapaði 3:0 fyrir Þýskalandi í Duisburg á fimmtudaginn áður en liðið tapaði fyrir Armenum á sunnudaginn.
Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz á miðvikudaginn og þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika á því að hafna í öðru sæti riðilsins og komast í umspil um laust sæti á HM 2022 í Katar.
📈 - Most surprising results on matchday 2 of UEFA 2022 World Cup qualifying according to our World Football Ranking
— Gracenote Live (@GracenoteLive) March 29, 2021
1. Ireland🇮🇪 0-1 🇱🇺Luxembourg
2. Norway🇳🇴 0-3 🇹🇷Turkey
3. Armenia🇦🇲 2-0 🇮🇸Iceland
4. Slovakia🇸🇰 2-2 🇲🇹Malta
5. Kosovo🇽🇰 0-3 🇸🇪Sweden#WCQ2022 #wcqualifiers