Knattspyrnumaðurinn Viktor Örlygur Andrason hefur framlengt samning sinn við Víking úr Reykjavík um þrjú ár, eða út tímabilið 2023.
Viktor er 21 árs gamall miðjumaður og uppalinn hjá Víkingi. Hann lék sextán leiki með liðinu í úrvalsdeildinni í fyrra og skoraði eitt mark, og á að baki samtals 36 leiki með liðinu í deildinni. Þá hefur Viktor leikið 18 leiki með yngri landsliðum Íslands.