Fyrirliðinn dregur sig úr landsliðshópnum

Sara Björk Gunnarsdóttir er að glíma við meiðsli.
Sara Björk Gunnarsdóttir er að glíma við meiðsli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur dregið sig úr landsliðshópnum sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik á Ítalíu hinn 13. apríl.

Þetta staðfesti KSÍ á samfélagsmiðlum sínum í kvöld en Sara Björk er að glíma við meiðsli og getur því ekki tekið þátt í verkefninu.

Karítas Tómasdóttir, leikmaður Breiðabliks, hefur verið kölluð inn í hópinn í stað Söru Bjarkar.

Sara er leikjahæsta landsliðskona Íslands með 136 landsleiki en í þessum leikjum hefur hún skorað 22 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert