Sigurvin Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari KR í knattspyrnu en Rúnar Kristinsson er þjálfari liðsins.
Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í kvöld en Sigurvin tekur við starfinu af Bjarna Guðjónssyni sem tók við U19-ára liði Norrköping í Svíþjóð á dögunum.
Sigurvin þekkir vel til í Vesturbænum eftir að hafa spilað með liðinu frá 2000 til 2005 en hann varð tvívegis Íslandsmeistari með ÍBV á ferlinum, tvívegis með KR og einu sinni með FH.
Hann lék einnig sem atvinnumaður með Stuttgart í Þýskalandi og þá á hann að baki sjö A-landsleiki.
Þá mun Sigurvin áfram þjálfa KV í 2. deildinni, ásamt því að vera yfirþjálfari karlaflokka hjá KR.