Tilþrif Jóns Dags Þorsteinssonar í leik 21-árs landsliða Íslands og Danmerkur í lokakeppni Evrópumótsins í Ungverjalandi í gær hafa vakið mikla athygli.
Seint í leiknum lék Jón Dagur danskan varnarmann grátt við endamörkin vinstra megin og lagði síðan upp dauðafæri fyrir Stefán Teit Þórðarson. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, birti myndskeið af þessu undir orðunum: „Snilld dagsins.“
🇮🇸⚡️ Jón Dagur Thorsteinsson ⚡️🇮🇸#U21EURO | #U21skill | @hisensesports pic.twitter.com/mbXGRmxb5W
— UEFA U21 EURO (@UEFAUnder21) March 29, 2021