Dæmir leik Liechtenstein og Íslands

Mohammed Al-Hakim dæmir leik Liechtenstein og Íslands.
Mohammed Al-Hakim dæmir leik Liechtenstein og Íslands. Ljósmynd/@IPriest6

Mohammed Al-Hakim dæmir leik Liechtenstein og Íslands í undankeppni HM í knattspyrnu á Vaduz á morgun.

Al-Hakim, sem er sænskur, fæddist í Írak en hann er 35 ára gamall.

Honum til aðstoðar verða þeir Fredrik Klyver og Mikael Hallin en Adam Ladebäck verður fjórði dómari.

Hann hefur verið FIFA-dómari frá árinu 2015 en ásamt því að vera dómari hefur hann einnig starfað sem hermaður í Svíþjóð.

Leikur Íslands og Liechtenstein hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert