Kvennalið Fylkis í knattspyrnu hefur samið við Emmu Steinsen Jónsdóttur og mun hún leika með liðinu í sumar. Kemur hún á láni frá Val.
Emma er aðeins 17 ára gömul og var á láni hjá Gróttu á síðasta tímabili, þar sem hún lék 16 leiki í Lengjudeildinni þegar Seltirningar enduðu um miðja deild.
Hún hefur spilað sjö leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim eitt mark.
Emma fær nú sitt fyrsta tækifæri í efstu deild, en Fylkir lenti í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.