Gerðu það sem þurfti

Arnar Þór Viðarsson er búinn með fyrstu þrjá leikina sem …
Arnar Þór Viðarsson er búinn með fyrstu þrjá leikina sem landsliðsþjálfari og útkoman er þrjú stig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjú stig af níu mögulegum er niðurstaðan eftir tiltölulega auðveldan sigur á Liechtenstein í Vaduz í gærkvöld. Ekki alveg sú byrjun sem flestir vonuðust eftir úr fyrsta hluta undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta þegar horft er yfir leikina þrjá en íslenska landsliðið gerði í það minnsta það sem þurfti í gærkvöld og vann leikinn á sannfærandi hátt, 4:1.

Nú verður ekki leikið aftur í keppninni fyrr en í september. Arnar Þór Viðarsson og þjálfarateymi hans hafa í mörg horn að líta næstu mánuðina og eru með fullt af efni til að vinna úr áður en undirbúningur haustleikjanna fer af stað fyrir alvöru.

Verkefni sem blasir við Arnari er að skilgreina hvernig þarf að vinna með liðið í framhaldinu og mæta til leiks í september með lið og leikskipulag sem virkar til að ná því takmarki sem stefnt er að. Berjast um annað sætið í riðlinum og komast í umspilið fyrir HM. Hann fær tvo vináttuleiki í júní sem ættu að nýtast til að taka einhver skref í rétta átt.

Vonbrigðin úr þessari fyrstu törn snúa fyrst og fremst að tapinu í Armeníu. Þar fuku dýrmæt stig. Hinir tveir leikirnir fóru eins og búast mátti við. Tap í Þýskalandi og sigur í Liechtenstein.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert