Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um sex sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og er nú í 52. sæti af 210 þjóðum.
Karlalandsliðið reið ekki feitum hesti frá landsleikjaglugganum í lok mars, tapaði fyrir Þýskalandi í Duisburg og Armeníu í Jerevan í undankeppni HM.
Liðið vann hins vegar Liechtenstein í Vaduz í lokaleik landsleikjagluggans en fyrir leikinn gegn Liechtenstein hafði Ísland tapaði sjö leikjum í röð.
Íslenska liðið hefur ekki verið neðar á styrkleikalistanum síðan 2013 en Belgía er sem fyrr í efsta sæti og heimsmeistarar Frakka eru í þriðja sætinu.
Af Norðurlandaþjóðunum eru Danir nú efstir eða í tíunda sætinu, Svíþjóð er í átjánda sæti, Noregur í 42. sæti og Finnar eru í 54. sæti.
Styrkleikalista FIFA má sjá með því að smella hér.