Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Mexíkó í vináttulandsleik hinn 30. maí.
Þetta staðfesti KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, á samfélagsmiðlum sínum í dag en leikurinn fer fram í Arlington í Texas í Bandaríkjunum.
Þetta verður í fimmta sinn sem liðin mætast í vináttulandsleik en tvívegis hafa liðin gert jafntefli og tvívegis hefur Mexíkó fagnað sigri.
Þá mætir íslenska liðið Færeyjum í vináttulandsleik 4. júní á Þórsvelli í Færeyjum og loks Póllandi 8. júní í Poznan í Póllandi.
Allir þrír leikirnir eru hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni HM sem Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi á Laugardalsvelli í september.