Ætla að gera mig að þýskri vél

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á mála hjá þýska stórveldinu Bayern …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á mála hjá þýska stórveldinu Bayern München. Eggert Jóhannesson

Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, gekk til liðs við þýska stór­veldið Bayern München í janú­ar á þessu ári. Hún seg­ist nú þegar hafa lært mikið á skömm­um tíma en að hún eigi sömu­leiðis margt ólært.

„Þetta er búið að vera mjög lær­dóms­ríkt. Mjög skemmti­legt en krefj­andi. Að búa ein í fyrsta skipti, nýtt tungu­mál, nýj­ar stelp­ur, nýtt lið. Ég er búin að læra rosa­lega mikið á þess­um stutta tíma og það verður skemmti­legt að sjá hvað ger­ist í framtíðinni,“ sagði Karólína Lea á teams-fjar­fundi með blaðammönn­um í dag.

Spurð hvort hún hafi bætt sig eft­ir að hafa gengið til liðs við Bayern sagði Karólína Lea: „Það er mik­il áhersla lögð á ýmsa hluti og alltaf verið að kenna mér eitt­hvað nýtt. En sér­stak­lega er ég að bæta lík­am­lega þátt­inn.

Það er verið að reyna að vinna í því að gera mig að ein­hverri þýskri vél, ég er með heima­vinnu frá lík­ams­rækt­ar­saln­um hjá fé­lag­inu. Ég á margt ólært en Þjóðverj­arn­ir ætla að kenna mér mjög margt, ég hef séð það.“

Saknaði Steina mikið

Henni líst vel á nýj­an þjálf­ara landsliðsins, Þor­stein Hall­dórs­son, enda þekk­ir hún hann ansi vel eft­ir að hafa unnið með hon­um und­an­far­in ár hjá Breiðabliki.

„Mér líst mjög vel á þetta. Það er spenn­andi að fá nýj­an þjálf­ara þótt sum­ir þekki hann frek­ar vel. Ég er búin að sakna hans mjög mikið! Nei nei, það er búið að vera mjög skemmti­legt hérna og ekk­ert verið að slaka á hjá Steina, hann er með frá­bær­ar áhersl­ur,“ sagði Karólína Lea.

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir fyr­irliði og Dagný Brynj­ars­dótt­ir, reynslu­bolt­ar af miðjunni, verða ekki með í vináttu­lands­leikj­un­um gegn Ítal­íu á morg­un og á þriðju­dag­inn.

„Það er auðvitað erfitt að missa reynda leik­menn en ég hef eng­ar áhyggj­ur. Það eru bara aðrir sem stíga upp og taka ábyrgð. Þetta er gott tæki­færi fyr­ir okk­ur sem kom­um í staðinn. Við mun­um reyna að ná í góð úr­slit gegn Ítal­íu og byggja ofan á það,“ sagði Karólína Lea.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert