Bandaríkjamaður til nýliðanna

Christian Volesky
Christian Volesky Ljósmynd/Keflavík

Bandaríski knattspyrnumaðurinn Christian Volesky hefur samið við Keflavík og spilar því með nýliðunum í úrvalsdeildinni í sumar.

Volesky er 28 ára framherji sem hefur alla tíð leikið í heimalandinu og var síðast samningsbundinn liði Switchbacks sem spilar í bandarísku B-deildinni. Volesky á alls 154 leiki í þeirri deild og í þeim 46 mörk.

Samkvæmt tilkynningu Keflavíkur er Volesky ætlað að auka samkeppni og gæði innan leikmannahóps liðsins og má búast við því að hann berjist við Ástralann Joey Gibbs um framherjastöðu liðsins. Gibbs skoraði 21 mark í 19 leikjum í B-deildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert