Hákon Rafn á leið til Elfsborg

Hákon Rafn Valdimarsson er á leiðinni í sænsku úrvalsdeildina.
Hákon Rafn Valdimarsson er á leiðinni í sænsku úrvalsdeildina. Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, er á leiðinni til sænska úrvalsdeildarfélagsins Elfsborg.

Þetta herma heimildir mbl.is. Hákon Rafn er samningsbundinn Gróttu og verður því keyptur til sænska félagsins, sem endaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi á síðasta tímabili.

Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir að undanförnu og ganga vel og er búist við því að Hákon Rafn skrifi undir samning við Elfsborg á allra næstu dögum.

Hákon Rafn er aðeins 19 ára gamall en hefur þrátt fyrir það verið aðalmarkvörður Gróttu undanfarin þrjú tímabil, þar sem hann hefur leikið 55 deildarleiki í þremur efstu deildum Íslandsmótsins.

Hann á auk þess tvo landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og var í lokahópi U21-árs landsliðsins sem tók þátt á lokamóti EM í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert