Þó nokkrar breytingar í vændum

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„All­ir leik­menn eru heil­ir heilsu og ég á von á þó nokkr­um breyt­ing­um á byrj­un­arliðinu,“ sagði Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, á teams-fjar­fundi með blaðamönn­um í dag. Ísland mæt­ir Ítal­íu í vináttu­lands­leik í Flórens á morg­un en liðin mætt­ust einnig á laug­ar­dag­inn síðasta í Flórens þar sem ít­alska liðið vann 1:0-sig­ur.

„Það er margt já­kvætt úr síðasta leik og við héld­um bolt­an­um vel sem dæmi. Það voru ákveðnar leiðir sem við hefðum getað farið sókn­ar­lega en okk­ur tókst ekki að nýta okk­ur þær.

Ég er heilt yfir sátt­ur enda var þetta fyrsti leik­ur liðsins und­ir minni stjórn og erfitt að troða öllu inn sem maður vill sjá liðið gera. 

Við vor­um óhrædd­ar við að vera með bolt­ann og stýra leikn­um. Við vor­um þétt­ar þegar við töpuðum bolt­an­um og gáf­um fá færi á okk­ur,“ bætti Þor­steinn við.

Elín Metta Jensen leiddi sóknarlínu íslenska liðsins gegn Ítölum á …
Elín Metta Jen­sen leiddi sókn­ar­línu ís­lenska liðsins gegn Ítöl­um á laug­ar­dag­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mik­il­væg­ir leik­ir

Þor­steinn er ánægður með tím­ann sem hann hef­ur fengið með liðið á Ítal­íu.

„Þess­ir leik­ir skipta öllu máli því þetta er frá­bær und­ir­bún­ing­ur fyr­ir leik­ina sem skipta virki­lega máli.

Við sáum það í síðasta lands­leikja­glugga hjá karlaliðinu að það var ekki auðvelt að fá ein­hverja þrjá daga til að und­ir­búa sig fyr­ir verk­efn­in í undan­keppni HM.“

Íslenska liðinu tókst ekki að skora gegn Ítöl­um en þrátt fyr­ir það var þjálf­ar­inn sátt­ur við sókn­ar­leik­inn.

„Auðvitað hefði ég viljað sjá liðið skapa fleiri færi en ég var ég alls ekki ósátt­ur við sókn­ar­leik­inn.

Það voru ákveðnir hlut­ir sem við hefðum getað gert bet­ur en það kem­ur,“ sagði Þor­steinn.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert