Áfram í Árbænum

Eyjólfur Héðinsson og Nikulás Val Gunnarsson eigast við í deildabikarnum …
Eyjólfur Héðinsson og Nikulás Val Gunnarsson eigast við í deildabikarnum í vetur. Ljósmynd/Árni Torfason

Knattspyrnumaðurinn Nikulás Val Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Nikulás, sem er 21 árs gamall, er uppalinn í Árbænum.

Hann var í stóru hlutverki hjá Árbæingum á síðustu leiktíð þar sem hann lék fjórtán af átján leikjum Fylkis í efstu deild. 

Fylkismenn höfnuðu í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig og voru í baráttu um Evrópusæti þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins.

Nú fer að styttast í að tímabilið hefjist og verður gaman að fylgjast með Nikulási og öllu liðinu í sumar,“ segir í fréttatilkynningu Árbæinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert