Kanadísk landsliðskona til Grindavíkur

Christabel Oduro kemur til Grindavíkur frá Birkirkara á Möltu.
Christabel Oduro kemur til Grindavíkur frá Birkirkara á Möltu. Ljósmynd/Birkirkara

Kvennalið Grindavíkur í knattspyrnu sem vann 2. deild Íslandsmótsins á síðasta ári hefur fengið góðan liðsauka fyrir keppnistímabilið.

Christabel Oduro, sem hefur leikið með A-landsliði Kanada, en það er í hópi sterkustu landsliða heims, er gengin til liðs við Grindavík. Hún lék í vetur með Birkirkara á Möltu og skoraði þar sjö mörk í tíu leikjum, ásamt því að spila með liðinu í Meistaradeild Evrópu síðasta haust.

Oduro er framherji, 28 ára gömul, og lék áður með Kalmar í Svíþjóð, Ramat HaSharon í Ísrael og Herforder í Þýskalandi.

Hún er fædd í Ontario í Kanada og lék með 21 árs landsliði þjóðar sinnar og síðan fimm vináttulandsleiki. Þar sem hún hefur ekki leikið mótsleik fyrir Kanada getur hún leikið fyrir hönd Gana og tilkynnti fyrir skömmu að hún gæfi kost á sér í landsliðið þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert