Njarðvík vann fyrsta leikinn

Njarðvík vann fyrsta leik tímabilsins.
Njarðvík vann fyrsta leik tímabilsins. mbl.is/Hari

Fyrsti leikur í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu fór fram er Njarðvík tók á móti Knattspyrnufélagi Hlíðarenda í Reykjaneshöllinni í dag. Heimamenn unnu 3:0-sigur.

Mörkin komu öll á fyrstu 16 mínútum leiksins. Bergþór Ingi Smárason kom heimamönnum í forystu á 9. mínútu áður en Marc McAusland bætti við marki á 15. mínútu. Mínútu síðar varð svo Sturla Ármannsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Fyrsta umferðin heldur áfram á morgun með 12 leikjum en henni lýkur á mánudaginn. Njarðvík með hinn þrautreynda Bjarna Jóhannsson við stjórnvölinn spilar í 2. deildinni í sumar og mætir Þrótti frá Vogum í fyrstu umferð 7. maí. KH leikur í B-riðli 4. deildar.

Njarðvík mætir Álafoss eða GG í annarri umferðinni laugardaginn 1. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert