ÍBV hefur samið við Annie Williams um að leika með liðinu í Pepsí Max-deild kvenna í knattspyrnu í sumar.
ÍBV tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. Williams er bandarísk og lék með South Dakota í NCAA-háskóladeildinni. Eftir það lék hún í Kostaríka en Williams er á 24. aldursári.
ÍBV fékk Williams til reynslu áður en samið var við leikmanninn og tók hún þátt í æfingaleik á móti ÍA. Búist er við því að Williams leiki í vörninni hjá ÍBV.