Englendingur til Ólafsvíkur

Ólafsvíkingar tefla fram breyttu liði í sumar.
Ólafsvíkingar tefla fram breyttu liði í sumar. mbl.is/Þröstur

Víkingar í Ólafsvík hafa fengið til liðs við sig enskan knattspyrnumann af nígerískum uppruna fyrir keppnistímabilið í 1. deildinni í sumar.

Hann heitir Kareem Isiaka, uppalinn hjá Charlton í London en lék í vetur með Welling United í sjöttu efstu deild Englands. Isiaka er 19 ára gamall sóknarmaður.

Miklar breytingar hafa orðið á liði Ólafsvíkinga sem enduðu í níunda sæti 1. deildar karla á síðasta tímabili. Gunnar Einarsson, fyrrverandi leikmaður Vals og KR, þjálfar Víkingsliðið sem hefur misst sjö sterka leikmenn en fengið nokkuð marga í staðinn. 

Þessar breytingar hafa orðið á liði Víkings frá Ólafsvík:

Komnir:
23.4. Kareem Isiaka frá Welling United (Englandi)
  9.4. Ingibergur Kort Sigurðsson frá Fjölni
28.2. Bessi Jóhannsson frá Gróttu (lán)
18.2. Alex Bergmann Arnarsson frá Víkingi R. (lán)
18.2. Marteinn Theodórsson frá ÍA (lán)
18.2. Bjarni Þór Hafstein frá Breiðabliki (lék með Augnabliki)
18.2. Guðfinnur Þór Leósson frá Kára
18.2. Hlynur Sævar Jónsson frá ÍA (lán)
18.2. Kristófer Daði Kristjánsson frá Sindra
18.2. Mikael Hrafn Helgason frá ÍA (lán) (lék með Kára)
18.2. Sanjin Horoz frá Snæfelli (úr láni)
18.2. Þráinn Sigtryggsson frá Snæfelli (úr láni)
24.11. Sigurjón Kristinsson frá Snæfelli (úr láni)

Farnir:
18.2. Daníel Snorri Guðlaugsson í Hauka
18.2. Emir Dokara í Selfoss
18.2. Gonzalo Zamorano í ÍBV
18.2. Indriði Áki Þorláksson í Fram
18.2. Kristófer Jacobsen Reyes í Fjölni
18.2. Ólafur Bjarni Hákonarson í Stjörnuna (úr láni)
  1.2. Michael Newberry í Linfield (Norður-Írlandi)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert