Snýr aftur til HK frá Englandi

Valgeir Valgeirsson í leik með HK gegn Fylki í fyrra.
Valgeir Valgeirsson í leik með HK gegn Fylki í fyrra. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Valgeir Valgeirsson mun spila með HK á Íslandsmótinu í sumar en hann hefur undanfarna mánuði verið á mála hjá enska félaginu Brentford að láni.

Valgeir er aðeins 18 ára gamall en hefur engu að síður náð að spila 35 úrvalsdeildarleiki með HK og skorað í þeim sjö mörk. Hann var lánaður til Brentford síðasta haust þar sem hann hefur spilað með B-liði félagsins og skorað fjögur mörk í 15 leikjum.

HK hefur nú staðfest á samfélagsmiðlum sínum að leikmaðurinn ungi er á heimleið og að hann muni spila með Kópavogsliðinu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert