Knattspyrnukonan Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz verður áfram í herbúðum ÍBV á komandi keppnistímabili en hún kom til félagsins að láni frá Breiðabliki í fyrra.
Varnarkonan er átján ára en hún spilaði 16 leiki í efstu deild með ÍBV í fyrra og skoraði í þeim eitt mark. Þar áður var hún lánsmaður hjá Augnabliki í fyrstu deildinni en hún er áfram samningsbundin Breiðabliki. Þá á hún 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
ÍBV mætir Þór/KA í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar 4. maí á Hásteinvelli.