Fyrsta umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu hélt áfram með ellefu leikjum í dag. Víkingar frá Ólafsvík rótburstuðu Gullfálkann frá Reykjavík á Ólafsvíkurvelli, 18:0, og Framarar skoruðu átta mörk gegn Herði frá Ísafirði í Safamýrinni. Þá unnu Kórdrengir 1:0-sigur á Selfossi.
Tveir leikmenn skoruðu sex mörk hvor er Víkingar, sem spila í fyrstu deildinni, fóru illa með fjórðudeildarlið Gullfálkans sem lék sinn fyrsta opinbera leik og spilar í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í sumar.
Englendingarnir Harley Willard og Kareem Isiaka skoruðu sex mörk hvor, Þorleifur Úlfarsson og Bjartur Bjarmi Barkarson voru hvor með sín tvö mörkin og Hlynur Sævar Jónsson skoraði eitt ásamt því að gestirnir gerðu sjálfsmark. Víkingar mæta Þrótti úr Reykjavík í annarri umferðinni en bæði lið spila í Lengjudeildinni.
Þá vann Fram öruggan 8:0-sigur á Herði frá Ísafirði á Framvellinum í Safamýrinni en um viðureign liða í fyrstu og fjórðu deild var að ræða. Tryggvi Snær Geirsson, Kyle McLagan og Aron Snær Ingason skoruðu tvö mörk hver fyrir Framara og þeir Magnús Þórðarson og Guðmundur Magnússon skoruðu eitt.
Framarar mæta Víði úr Garði í 2. umferð en þessu félög mættust einmitt í úrslitaleik bikarkeppninnar árið 1987. Þetta er í fyrsta sinn sem lið sem hafa mæst í úrslitaleik eigast við svona snemma í bikarkeppninni.
Kórdrengir unnu 1:0-sigur á Selfossi þar sem sigurmarkið var sjálfsmark en bæði lið eru nýliðar í Lengjudeildinni í ár. Kórdrengir mæta annaðhvort ÍBV eða Reyni úr Sandgerði í 2. umferð.
Úrslitin í dag:
Höttur/Huginn - Einherji 7:1
Höttur/Huginn mætir Leikni F.
Ýmir - KFR 1:2
KFR mætir Hamri eða Vestra
Berserkir - KFS (4:4) 5:6 - framlenging
KFS mætir Kríu
Kría - Afríka 13:1
Kría mætir KFS
Kormákur/Hvöt - Hamrarnir 2:3
Hamrarnir mæta Völsungi
SR - RB 1:0
SR mætir Aftureldingu eða Reyni Hellissandi
Fram - Hörður Í. 8:0
Fram mætir Víði
Víkingur Ó. - Gullfálkinn 18:0
Víkingur Ó. mætir Þrótti R.
Selfoss - Kórdrengir 0:1
Kórdrengir mæta ÍBV eða Reyni Sandgerði
Álafoss - GG 2:1
Álafoss mætir Njarðvík