Gary Martin var á skotskónum hjá ÍBV þegar liðið tryggði sér sæti í 2. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu, bikarkeppninni, með sigri gegn Reyni í Sandgerði á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.
Leiknum lauk með 4:1-sigri ÍBV en Martin kom ÍBV yfir strax á 5. mínútu með marki úr vítaspyrnu.
Guðjón Pétur Lýðsson bætti við öðru marki Eyjamanna á 45. mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Kristófer Páll Viðarsson minnkaði muninn fyrir Reyni í upphafi síðari hálfleiks.
Gonzalo Zamorano og Eyþór Orri Ómarsson bættu við hvor sínu markinu fyrir Eyjamenn á lokamínútunum og þar við sat.
Þá vann Vestri 3:0-sigur gegn Hamar í Hveragerði þar sem Pétur Bjarnason, Nicolaj Madsen og Vladimir Tufegdzic skoruðu mörk Vestra.
Stokkseyri vann 5:0-sigur gegn KFB á Bessastaðavelli og Skallagrímur vann 5:1-sigur gegn Snæfelli í Stykkishólmi.