Sander Forö skoraði tvívegis fyrir Hauka þegar liðið heimsótti Knattspyrnufélagið Miðbæ í 1. umferð bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, á KR-völl í Vesturbæ í dag.
Leiknum lauk með 4:0-sigri Hauka en Forö kom Haukum yfir á 27. mínútu.
Forö bætti við öðru marki á 59. mínútu áður en Aron Freyr Róbertsson og Martin Soreide bættu við hvor sínu markinu fyrir Hauka og þar við sat.
Úrslit í bikarleikjunum í dag:
Hamar - Vestri 0:3
Vestri mætir KFR
ÍBV - Reynir S. 4:1
ÍBV mætir Kórdrengjum
KFB - Stokkseyri 0:5
Stokkseyri mætir Haukum
Snæfell - Skallagrímur 1:5
Skallagrímur mætir Kára
Vatnaliljur - ÍH 2:3
ÍH mætir Úlfunum
Ægir - Uppsveitir 4:0
Ægir mætir Augnabliki
KM - Haukar 0:4
Haukar mæta Stokkseyri