Penninn á lofti í Vesturbænum

Ægir Jarl Jónasson í leik gegn Breiðabliki á síðasta tímabili.
Ægir Jarl Jónasson í leik gegn Breiðabliki á síðasta tímabili. Eggert Jóhannesson

Knattspyrnudeild KR hefur tilkynnt að Ægir Jarl Jónasson sé búinn að framlengja samning sinn við félagið um tvö ár. Er hann því samningsbundinn Vesturbæjarliðinu út tímabilið 2023.

Samningur hans var að renna út að loknu tímabilinu sem brátt fer í hönd.

Ægir Jarl, sem leikur sem sóknartengiliður og framherji, gekk til liðs við KR frá uppeldisfélagi sínu Fjölni að loknu tímabilinu 2018.

Hann hefur spilað 32 leiki fyrir KR í Pepsi Max-deildinni undanfarin tvö tímabil og skorað í þeim tvö mörk.

Ægir Jarl er 23 ára gamall og á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar á meðal sex fyrir U21-árs landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert