Halda nýliðarnir sætum sínum í deildinni?

Nýliðunum Leikni í Reykjavík og Keflavík er spáð falli.
Nýliðunum Leikni í Reykjavík og Keflavík er spáð falli. mbl.is/Árni Sæberg

HK og ÍA halda sætum sínum í efstu deild eftir botnbaráttu við nýliðana tvo, Keflavík og Leikni úr Reykjavík. Þetta er niðurstaðan í spá íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is fyrir Pepsi Max-deild karla 2021 en samkvæmt henni enda þessi fjögur lið í fjórum neðstu sætunum á komandi keppnistímabili.

Keppni í deildinni hefst á föstudagskvöldið kemur með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda og hinir fimm leikirnir í umferðinni eru leiknir á laugardag og sunnudag. Mjög þétt dagskrá er framundan því sjö umferðum á að vera lokið fyrir 1. júní og liðin spila því um það bil fjórða hvern dag næstu vikurnar.

Skoðum betur þessi fjögur lið sem spáð er erfiðu sumri.

Valgeir mikilvægur fyrir HK

HK hefur endað í níunda sæti tvö síðustu ár og Kópavogsliðinu er spáð svipuðu gengi á þessu tímabili. Breytingar á hópnum eru litlar en hægri bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson er kominn aftur eftir lánsdvöl í Slóvakíu og Valgeir Valgeirsson verður áfram með HK eftir að hafa verið í láni hjá Brentford í vetur. Þrátt fyrir ungan aldur er Valgeir HK-liðinu afar dýrmætur. Óvíst var hvort hann yrði með í ár og góðar fréttir fyrir HK-inga að endurheimta hann.

Þá er Örvar Eggertsson kominn frá Fjölni og lánsdvöl Martins Rauschenbergs frá Stjörnunni hefur verið framlengd en hann kom sterkur inn í vörn HK seinni hluta síðasta tímabils.

Umfjöllun um liðin fjögur, sem spáð er neðstu sætum Pepsi Max-deildarinnar, má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert