Markvörður framlengir við Val

Sveinn Sigurður Jóhannesson í marki Valsara gegn KR.
Sveinn Sigurður Jóhannesson í marki Valsara gegn KR. mbl.is/Árni Sæberg

Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Valsara og er hann nú samningsbundinn á Hlíðarenda næstu tvö árin til viðbótar.

Sveinn hefur verið á mála hjá Völsurum síðan árið 2017 en þangað kom hann frá Stjörnunni þar sem hann er uppalinn. Markvörðurinn er 26 ára gamall en hann lék einn leik í bikarkeppni KSÍ á síðustu leiktíð en var annars varamarkvörður liðsins á eftir Hannesi Þór Halldórssyni.

Sveinn á alls tíu leiki í efstu deild hér á landi, alla með Stjörnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert