Hætt við að hætta

Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni við Álfhildi Rósu Kjartansdóttur í leik …
Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni við Álfhildi Rósu Kjartansdóttur í leik Þróttar og Selfoss síðasa sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir mun leika með Selfossi í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni, í sumar.

Vísir greinir frá en Hólmfríður tilkynnti í síðasta mánuði að knattspyrnuskórnir væru komnir á hilluna eftir farsælan feril.

Hólmfríður, sem er 36 ára gömul, hefur leikið með KR, ÍBV Val og Selfossi hér á landi og þá hefur hún einnig leikið með Valdsnes í Noregi, Fort­una Hjørr­ing í Dan­mörku, Kristianstad í Svíþjóð og Phila­delp­hia In­dependence í Banda­ríkj­un­um á atvinnumannsferli sínum.

Hún er næst­marka­hæsta landsliðskona Íslands frá upp­hafi með 37 mörk í 113 A-lands­leikj­um. Aðeins Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir hef­ur skorað meira fyr­ir landsliðið eða 79 mörk. 

Hólmfríður á að baki 156 leiki í efstu deild hér á landi þar sem hún hefur skorað 121 mark en hún hefur leikið með Selfossi frá árinu 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert