Svissnesk landsliðskona í Þrótt

Þróttur mætti til leiks með hörkulið síðasta sumar.
Þróttur mætti til leiks með hörkulið síðasta sumar. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Kvennalið Þróttar í knattspyrnu hefur fengið liðsauka frá Sviss en varnarmaðurinn Lorena Baumann er komin til liðs við Reykjavíkurfélagið.

Baumann er 24 ára gömul og kemur frá Zürich í heimalandi sínu þar sem hún hefur leikið allan sinn feril. Hún lék með yngri landsliðum Sviss og á að baki tvo A-landsleiki en hún hefur verið í A-landsliðshópnum undanfarin tvö ár.

Þróttarar komu á óvart í fyrra þegar liðið náði fimmta sæti úrvalsdeildarinnar. Nú hefur liðið fengið fjóra nýja erlenda leikmenn í stað þriggja  sem hurfu á braut eftir síðasta tímabil. Áður höfðu bandarísku leikmennirnir Shea Moyer, Katherine Cousins og Shaelan Murison gengið til liðs við Þrótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert