Bikarinn á leið í Kópavoginn

Breiðablik er spáð Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki.
Breiðablik er spáð Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í karlaflokki í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna deildarinnar.

Spáin var opinberuð á kynningarfundi fyrir úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildarinnar, í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

Þá er nýliðum Leiknis úr Reykjavík spáð falli úr deildinni sem og Skagamönnum en ÍA hefur misst bæði Tryggva Hrafn Haraldsson og Stefán Teit Þórðarson frá síðustu leiktíð.

Ríkjandi Íslandsmeisturum Vals er spáð öðru sæti deildarinnar og FH er spáð þriðja sætinu.

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna:

1. Breiðablik
2. Valur
3. FH
4. KR
5. Stjarnan
6. KA
7. Víkingur Reykjavík
8. Fylkir
9. HK
10. Keflavík
11. ÍA
12. Leiknir Reykjavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert