Franskur knattpspyrnumðaur, Walid Abdelali, er genginn til liðs við Grindvíkinga og leikur með þeim í 1. deildinni á komandi keppnistímabili.
Abdelali er 28 ára gamall varnartengiliður og lék síðast með Mikkelin í finnsku B-deildinni en áður lék hann í neðri deildum í Frakklandi og á Spáni.
Nokkrar breytingar hafa orðið á Grindavíkurliðinu sem endaði í 4. sæti 1. deildar á síðasta tímabili en þessir hafa komið og farið þaðan:
Komnir:
27.3. Dion Acoff frá Þrótti R.
18.2. Ólafur Guðmundsson frá Breiðabliki (lán)
18.2. Adam Frank Grétarsson frá Víði (úr láni)
18.2. Aron Dagur Birnuson frá KA
18.2. Tiago Fernandes frá Fram (lék ekki 2020)
18.2. Þröstur Mikael Jónasson frá Dalvík/Reyni
Farnir:
24.4. Guðmundur Magnússon í Fram
19.3. Hilmar Andrew McShane í Hauka (lán)
27.2. Óliver Berg Sigurðsson í Víði (lán)
18.2. Baldur Olsen í Ægi (lán)
18.2. Elias Tamburini í ÍA
18.2. Oddur Ingi Bjarnason í KR (úr láni)