Fjarskiptafyrirtækið Sýn hf hefur tryggt sér sýningaréttinn á efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu næstu fjögur árin.
Þetta staðfesti Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, í fréttatilkynningu sem sambandið sendi frá sér í morgun en sýningarrétturinn gildir frá og með tímabilinu 2022 út tímabilið 2026.
Sýn hefur verið með sýningarréttinn að efstu deildum Íslands allt frá árinu 1997 en margir höfðu sýnt því áhuga að gerast rétthafar fyrir efstu deildir Íslands.
„Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um
útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða
til ársins 2026,“ segir í tilkynningu ÍTF.
„Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt
mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar.
„Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum,“ segir enn fremur í tilkynningunni.